Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Indverskur náttúrulæknir kemur til Íslands
Föstudagur 22. febrúar 2008 kl. 12:19

Indverskur náttúrulæknir kemur til Íslands

Lækningarjóginn og heilarinn Gopal Narayan Shirke, Shirke Baba, er væntanlegur hingað til lands á vormánuðum og mun starfa í tvær vikur á Suðurnesjum á vegum Sigurbjörns Sigurðssonar, verts á Kaffi Duus, og Pramod Nair, sen starfar sem kokkur hjá Sigurbirni.

Shirke Baba hefur um árabil stundað náttúrulækningar í Indlandi, heimalandi sínu, en hann blandar sín eigin lyf úr náttúrulegum afurðum. Þykja aðferðir hans gefa góða raun gegn hinum fjölbreyttustu kvillum, jafnt líkamlegum og andlegum, og eru jafnan mikil ásókn í meðferð hjá honum í heimaborg hans, Bombay.

Hróður Shirke Baba hefur einnig borist víðar og fékk hann til dæmis afar góðar viðtökur er hann fór til Ástralíu á síðasta ári og bar fjöldi fólks að því hafi liðið mikið betur eftir að hafa sótt meðferð.

Pramod Nair segir að einn helsti kosturinn við lyf Shirke Babas sé að þau séu alfarið náttúruleg og hafi því engar aukaverkanir og þau megi nota með öðrum hefðbundnum lyfjum án áhættu. Nánari tímasetningar fyrir komu Shirke Babas verða auglýstar síðar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024