Indverska prinsessan með nýjan geisladisk á morgun
Indverska prinsessan, Leoncie, hefur út nýjan geisladisk á morgun. Diskurinn, sem inniheldur átján lög, heitir Sexy Loverboy. Disknum verður dreift í plötubúðir á Laugaveginum í Reykjavík, segir í tilkynningu frá útgefanda. Sexy Loverboy var hljóðritaður í Keflavík í sumar. Efni af disknum var kynnt á tónleikunum Afsakið hlé, sem haldnir voru á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Þar varð söngkonan fyrir óhappi og varð að fara af sviði.Í tilkynningu til Víkurfrétta segist söngkonan hafa verið neydd til að fara af sviði þar sem hún fann blóðið renna úr hné eftir að hafa fallið á sviðinu. Sauma þurfti þrjú spor í hné söngkonunnar eftir óhappið. Það var bagalegt fyrir Leoncie að þurfa að yfirgefa samkomuna, þar sem stemmningin var mikil og undirtektir við lögum hennar góðar.
Þeir sem vilja kynna sér tónlistarkonuna betur er bent á að skoða vefsíðu Leoncie.
Þeir sem vilja kynna sér tónlistarkonuna betur er bent á að skoða vefsíðu Leoncie.