Indíana Dís er FS-ingur vikunnar

Indíana Dís Ástþórsdóttir, 19 ára Keflvíkingur, stefnir á að verða flugmaður í framtíðinni. Áhugamál hennar er körfubolti og að hennar sögn vantar kanilsnúða í mötuneyti skólans.

FS-ingur:
Indíana Dís Ástþórsdóttir.

Á hvaða braut ertu?
Félagsfræðibraut.

Hvaðan ertu og aldur?
19 ára úr Keflavík.

Helsti kostur FS?
Félagslífið.

Áhugamál?
Körfubolti.

Hvað hræðistu mest?
Trúða.

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?
Lilja Ösp fyrir að vera Queen Stella.

Hver er fyndnastur í skólanum?
Thelma Hrund Helgadóttir.

Hvað sástu síðast í bíó?
It. Hún var ömurleg.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Það vantar kanilsnúða.

Hver er þinn helsti galli?
Ég er þrjósk.

Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér?
Snapchat, Instagram og Facebook.

Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS?
Ég er bara 19 sko, ég veit það ekki.

Hvaða frasa eða orð notar þú oftast?
Fokk.

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?
Mér finnst það fínt.

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?
Ég ætla allavega að verða flugmaður.

Hver er best klædd/ur í FS? Rósmarý Kristín og Fannar Gísla.

Eftirlætis-
Kennari: Anna Taylor
Fag í skólanum: Félagsfræði.
Sjónvarpsþættir: Hawaii Five O
Kvikmynd: Baywatch.
Hljómsveit/tónlistarmaður: Beyonce.
Leikari: Channig Tatum.