Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ilmandi skötuveisla í Leirunni á Þorláksmessu
Föstudagur 23. desember 2016 kl. 10:54

Ilmandi skötuveisla í Leirunni á Þorláksmessu

Í hádeginu í dag, Þorláksmessu, verður boðið uppá kæsta skötu, saltfisk og hefðbundið meðlæti í golfskálanum í Leiru. 
 
Hádeginu er skipt í tvo holl; fyrra holl mætir 11.00-11.30 og það seinna 12.30-13.00.
 
Formaður tekur á móti borðapöntunum í tölvupósti (johann[at]gs.is). Verð á mann er 3.500,- kr.
 
„Skötuveislan er fjáröflun fyrir æfingaferð GSinga til Morgado næsta vor, það verða hressir krakkar frá GS sem bera fram veitingar. Leggjum þeim lið!,“ segir í tilkynningu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024