Idol-Stemmning á H-punktinum
Idol-stemmning var allsráðandi á H-punktinum við Hafnargötu sl. föstudag, þegar Suðurnesjamenn fylltu staðinn og fylgdust með keppninni.
Stemmninguna mátti fanga langt út á götu og forvitnin varð til þess að á skammri stundu var ljómyndari VF kominn í fang fagurra meyja og sveina sem fylgdust spennt með beinni útsendingu frá Smáralindinni í Kópavogi þar sem 9 þátttakendur voru eftir í hinni vinsælu Idol-stjörnuleit Stöðvar 2. Þeir sem kepptu voru: Nana, Alexander, Ragnheiður Sara, Ingó, Eiríkur, Ína, Elva Björk, Snorri og Bríet Sunna.
Það mun hafa verið veitingahúsið Jia Jia, í samvinnu við Carlsberg, sem stóð fyrir þessari uppákomu á H-punktinum, enda hefur spennan í Stjörnuleitinni aldrei verið meiri og keppnin aldrei jafnari en nú.
Sagt er að skemmtistaðir á Selfossi, Egilsstöðum og reyndar um allt land taki vel við sér í fyrra fallinu á hverjum föstudegi af þessu tilefni. Ljósmyndarinn gat ekki látið hjá líða að smella nokkrum myndum af áhangendum keppenda Fleiri myndir má sjá í blaði Víkurfrétta í dag.
Stemmninguna mátti fanga langt út á götu og forvitnin varð til þess að á skammri stundu var ljómyndari VF kominn í fang fagurra meyja og sveina sem fylgdust spennt með beinni útsendingu frá Smáralindinni í Kópavogi þar sem 9 þátttakendur voru eftir í hinni vinsælu Idol-stjörnuleit Stöðvar 2. Þeir sem kepptu voru: Nana, Alexander, Ragnheiður Sara, Ingó, Eiríkur, Ína, Elva Björk, Snorri og Bríet Sunna.
Það mun hafa verið veitingahúsið Jia Jia, í samvinnu við Carlsberg, sem stóð fyrir þessari uppákomu á H-punktinum, enda hefur spennan í Stjörnuleitinni aldrei verið meiri og keppnin aldrei jafnari en nú.
Sagt er að skemmtistaðir á Selfossi, Egilsstöðum og reyndar um allt land taki vel við sér í fyrra fallinu á hverjum föstudegi af þessu tilefni. Ljósmyndarinn gat ekki látið hjá líða að smella nokkrum myndum af áhangendum keppenda Fleiri myndir má sjá í blaði Víkurfrétta í dag.