Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Iðnaður og list í BG-salnum
Fimmtudagur 10. desember 2009 kl. 10:53

Iðnaður og list í BG-salnum


Iðnaðarmannafélag Suðurnesja varð 75 ára 4. nóvember síðastliðinn. Fljótlega eftir 50 ára afmælið, varð breyting á félagsformi iðnfélaga. sem hafði umtalsverð áhrif á starfsemi þeirra iðnaðarmannafélaga, sem ekki voru bein stéttarfélög. Lognaðist þá starfsemi I.S nánast útaf.


Í tilefni afmælisins hefur hefur fjölmennur áhugahópur um endurreisn félagsins sett upp veglega sýningu í Listasal BG,, Grófinni 8 í Keflavík.
Sýningin verður opnuð næstkomandi sunnudag, 13. desember, kl. 15. Þar verður m.a. rifjuð upp sögusýning úr 50 ára afmæli félagsins, sem tímaritið Faxi gerði þá góð skil og mun væntanlega endurtaka leikinn nú.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Iðnaðarmannafélag Suðurnesja rak um langt árabil iðnskóla, sem varð síðar hluti af Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Fjölbrautaskólinn tekur einnig þátt í sýningunni, með kynningu á fjölþættri starfsemi iðnbrautar skólans og afrakstri námsins.
Byggðasafnið tekur einnig nokkurn þátt í sýningunni og hefur góðfúslega lánað þangað nokkra góða muni.
Sýningunni lýkur sunnudaginn 10. janúar n.k., og hún verður opin alla daga, nema stórhátíðisdagana, kl. 14 til 17 daglega.
----

Efri mynd: Á meðal sýningargripa er þessi stóll smíðaður um þar síðustu aldamót af Skúla Högnasyni. Einnig gefur að líta verk eftir Stefán Björnsson, útskurðarmeistara.


Neðri mynd: FS verður með kynningu á fjölþættri starfsemi iðnbrautar.

VFmyndir/elg.