Iceland Airwaves: Tónlistaruppákoma í Bláa lóninu
Iceland Airwaves tónlistarhátíðin er nú farin af stað og líkt og undanfarin ár þá verður tónlistaruppákoma í Bláa lóninu á laugardag en þá mun Dj Margeir ásamt tveim félögum spila tónlist af nýju Blue Lagoon Soundtrack plötunni sem Margeir gaf út fyrir stuttu.
Dagskráin hefst kl. 13.00 og stendur til kl. 15.30. Fjölmargir erlendir blaðamenn sækja viðburðinn í Bláa lóninu enda er þetta einstakt tækifæri til þess að slaka á í lóninu og hlusta á góða tónlist.
Dagskráin hefst kl. 13.00 og stendur til kl. 15.30. Fjölmargir erlendir blaðamenn sækja viðburðinn í Bláa lóninu enda er þetta einstakt tækifæri til þess að slaka á í lóninu og hlusta á góða tónlist.