Iceland Airwaves: Reykjanes Special
Icleand Airwaves 2006 hefst í kvöld og mun tónlistarhátíðin standa fram á sunnudag. Suðurnesjamenn láta sitt ekki eftir liggja á hátíðinni og að þessu sinni eru fjögur bönd af Suðurnesjum sem koma munu fram á hátíðinni.
Hljómsveitirnar Koja og Æla leika í aðaldagskrá hátíðarinnar en Tommygun Preachers og Tabula Rasa leika á hliðardagskrá á laugardagskvöldinu á tónleikum sem heita „Reykjanes special.“ Koja kemur fram á Grand Rokk í kvöld kl. 20:15 en Æla stígur á svið kl. 20:45 á Nasa. Í hliðardagskránni leika öll fjögur böndin á laugardagskvöldinu undir heitinu fram á Hressó í Austurstræti.
Þess má einnig geta að Tommygun Preacher halda skömmu eftir hátíðina í hljóðver þar sem þeir munu taka upp sína fyrstu breiðskífu. Nánari upplýsingar um tónlistarhátíðina má finna á www.icleandairwaves.is
Laust eftir kl. 14 í dag voru enn um 200 miðar til sölu á hátíðina svo það er ekki öll nótt út enn fyrir þá sem gleymdu sér lítið eitt.
VF-mynd/ hljómsveitin Koja