Iceglass opnar sýningu í Sandgerði í dag
	Glerlistamennirnir og mæðginin frá Iceglass sýna í fyrsta sinn einstaklingssýningu á Íslandi á Listatorgi Sandgerðisbæjar í dag, laugardag. Sýningin opnar klukkan 14:00 og stendur í fjórar vikur.
	
	Guðlaug Brynjarsdóttir og sonur hennar Lárus Guðmundsson reka opna vinnustofu að Grófinni 2 í Reykjanesbæ og hafa aðallega sýnt áður á alþjóðlegum vettvangi þar á meðal í París og New York.
	
	Á sýningunni gefur að líta breiða mynd af heildarverkum þeirra.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				