Íbúi í Vogum yrkir til Keilis
Axel Gunnarsson er íbúi í Sveitarfélaginu Vogum en þangað flutti hann frá Hafnarfirði. Axel er upprunalega frá München í Þýskalandi og hefur búið á Íslandi í tvo áratugi. Umkringdur fallegri náttúru sem heillar hann þá samdi Axel ljóð um Keili, helsta kennileiti sveitarfélagsins sem hann býr í.
Þar sem íslenska er ekki móðurmál Axels þá naut hann aðstoðar frá rithöfundinum Steinunni B. Jóhannesdóttur og frá félögum í kór Kálfatjarnarkirkju við aðlögun á texta.
Axel ætlar að yrkja fleiri ljóð. Hann vinnur nú að tvenns konar ástarljóðum. Annað þeirra er 56 vers á íslensku og þarfnast réttritunar. Hitt er 25 versa ljóð á þýsku og er tilbúið.
Ljóð til Keilis hljóðar þannig:
Umvafið fornum hraunum rís þú með þínum hætti,
yfir Reykjanesið eina til himins gnæfir þú,
prýðir landslag okkar með tign og mætti,
óhulta fegurð þín var í hættu nú.
Myndarlegur við Þráinsskjöld hvílir þú,
fagrir dalir taka þig í faðm,
fylgja börnin þín í góðri trú,
dvelur þinn bróðir litli þér við barm.
Stofan mín fegrast með mynd af þér,
svo sjaldan til þín ég varla næ,
utan landsteinanna þig í hjarta ber,
dag og nótt, til þín ég horfi æ.
Hjá dyngjunum í forgrunni þú látlausi ert,
þær standa með sóma í skugga þér,
tröllatoppinn ég hef líka snert,
með þrá ég ávallt frá ykkur fer.
Komst þú í fréttum í fyrra þá,
hristist lengi undir fótum allra,
til þín flogið var til að gá,
engin vildi þig sem eldfjall kalla.
Á þig glaður ég máttlaus stóð,
rann úr mér sviti og sára blóð,
horfa mátt´ ég í allar áttir,
niður fórum við aftur sáttir,
undir ísnum þú myndaðist þá,
minn trausti vinur þig ég kalla má,
það tekur á að sækja heim,
frá brautinni í átt að þeim.
Þórustaðastíginn ég mætti taka,
frá Kúagerði til þín má líka aka.
Úr borginni til þín glögglega sést,
í huga minn hef ég þig ætíð fest.
Framtíðin verður svört eða blíð,
mun aftur gjósa hér í kring?
Engin veit um þína ókomnu tíð,
lofsöng þér ég þá glaður syng.
Útlit þitt breytist við hvert fótmál,
úr öllum áttum berð þú geislaskart,
þínar rætur ná niður í jarðar bál,
þegar sólin lýsir þig upp svo bjart.
Sagt er að trúin flytji fjöll,
merkir þú upphaf trúar minnar?
Ég bið minn Guð að áfram verðiði öll
í sögubók eilífðar sköpunnar sinnar.
Höfundur: Axel Gunnarsson