Íbúar lestrareyju orðnir 200
Lestrareyja með 200 íbúumGrunnskólabörn í Reykjanesbæ hafa aldeilis verið dugleg í sumar að taka þátt í sumarlestri Bókasafnsins. Alls 200 íbúar dvelja nú á Lestrareyjunni, en allir þeir sem taka þátt í sumarlestrinum öðlast rétt til þess. Þá hefur gengið vel að búa til varnargarð til að bægja sjóræningjum frá, en þeir ógna eyjaskeggjum. Þátttakendur í sumarlestrinum hafa ekki verið fleiri síðan 2008.
Uppskeruhátíð sumarlesturs verður haldin á alþjóðlegum degi læsis, 8. september næstkomandi og verður öllum þátttakendum sent boðskort. Dagskrá og tímasetning verða auglýst síðar.