Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Íbúafundur um Ferska vinda í Garði 2010 - 2011
Mánudagur 29. nóvember 2010 kl. 14:41

Íbúafundur um Ferska vinda í Garði 2010 - 2011

Boðað er til íbúafundar sunnudaginn 5. desember kl. 16.00 á Flösinni í Garði.

Kynnt verður fyrir bæjarbúum verkefnið Ferskir Vindar í Garði sem hefst í lok þessa mánaðar. Þar verður tekið á móti fjölda erlendra og innlendra listamanna sem koma til með að vinna með bæjarbúum, nemendum grunn-, leik- og tónlistarskóla í desember og janúar. Aðstandendur verkefnisins vilja að sem flestir bæjarbúar taki virkan þátt í verkefninu og verður kynnt á fundinum hvernig bæjarbúar geta tekið þátt í verkefninu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ferskir vindar í Garði - Norðurljósaverkefnið


Fyrirmyndin er til víða um heim og vekur ávallt athygli á viðkomandi sveitarfélagi og menningu svæðisins. Yfirskrift verkefnisins er Norðurljós “Ferskir Vindar í Garði” og mun það vera útgangsþema fyrir listamennina sem verða um það bil 50 frá fjölmörgum löndum. Tekið er á móti listafólkinu í átta vikur og það vinnur á staðnum. Mismunandi er hvað hver og einn dvelur lengi en að jafnaði verða 30 manns á staðnum allan tímann.

Listaverkin verða í flestum tilfellum unnin með efni úr umhverfinu og út frá hugmyndum sem tilheyra því.

Listarmennirnir vinna með, skúlptúra, málverk, innsetningar, vídeóverk, tónlist, skriftir, gjörninga o.fl. Hverjum og einum er frjálst hvernig hann tjáir sig. Einnig er ætlunin að fá tónlistarfólk, tónsmiði og flytjendur, til að vinna tónleika í samvinnu við íslenskt tónlistarfólk.

Listamennirnir halda fyrirlestra eða svokallað workshop fyrir nemendur, og áhugafólk á Suðurnesjum um listir. Eins verða kynningarkvöld í Samkomuhúsinu í Garði þrisvar í viku á meðan verkefnið stendur yfir þar sem listamenn og verk þeirra verða kynnt.

Listafólkið er misþekkt, sumir þjóðþekktir í sínum heimalöndum, aðrir alþjóðlega þekktir og síðan minna þekktir. Íslensku listamennirnir er margir hverjir þjóðþekktir og eins alþjóðlega þekktir.


Grunn-, tónlistar- og leikskólabörn í Garði taka þátt í verkefninu en listamenn vinna með nemendum skólanna og þegar í vor var gert ráð fyrir verkefninu í námsskrá skólanna á haustönn. Þátttaka skólanna í verkefninu er einn mikilvægasti þátturinn fyrir því að við tókum að okkur verkefnið. Mikil eftirvænting ríkir á meðal kennara og nemenda eftir verkefninu.

Listafélagið í Garði verður virkur þátttakandi í verkefninu ásamt áhugafólki um listir á Suðurnesjum, sem fá tækifæri til að vinna með listafólkinu. Þeirra hlutverk verður m.a. að annast ýmislegt sem snýr að þjónustu við listamennina og eins vinna með þeim og læra af þeim handbrögð og tækni.


Undirbúningur hefur staðið yfir frá því janúar 2010, Fyrsti þáttakandi kemur til landsins 20. nóvember nk. og síðasti fer 30. janúar 2011. Sjálft verkefnið stendur formlega yfir frá 1. desember 2010 til 31. janúar 2011. Formleg setning verður föstudaginn 10.desember 2010 og sýningar hefjast á þrettándanum 6. janúar 2011.

Garður er bakhjarla verkefnisins og það væri óhugsandi að framkvæma verkefnið á þann hátt sem gert er nema með aðkomu Garðs og verkefnahópsins sem vinnur að verkefninu en hann skipa: Ásmundur Friðriksson, Mireya Samper, Kolfinna S.Magnúsdóttir , Jón Garðar Ögmundsson og frú Dorrit Moussaieff sem er jafnframt verndari verkefnisins.

Athygli skal vakin á því að allir sem koma að þessu verkefni með einum eða öðrum hætti gefa sína vinnu sem er alveg einstakt. Á þessum erfiðu tímum í sögu Íslands er þörf á ljósi og gleði fyrir okkur öll. Frítt er á alla viðburði í tengslum við viðburðinn.

Frekari upplýsingar eru við í nefndinni tilbúin að gefa hvenær sem er einnig eru ítarlegar upplýsingar um dagskránna að finna á heimasíðu verkefnisins sem er www.fresh-winds.com .

Bestu kveðjur úr Garðinum,
Kolfinna S.Magnúsdóttir