Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Íbúafundur um ferðamál í Vogum
Þriðjudagur 19. febrúar 2019 kl. 13:44

Íbúafundur um ferðamál í Vogum

staða ferðaþjónustunnar á Reykjanesi rædd og farið yfir verkefni sem eru framundan

Markaðsstofa Reykjaness og Reykjanes UNESCO Global Geopark í samstarfi við sveitarfélögin á Suðurnesjum boða til opinna funda um ferðamál á Reykjanesi og hefst fundaröðin í Vogum í kvöld þriðjudaginn 19. febrúar kl. 20.00 í Álfagerði, Akurgerði 25.

Á fundunum verður staða ferðaþjónustunnar á Reykjanesi rædd og farið yfir þau verkefni sem eru framundan í þessari vaxandi atvinnugrein. Starfsemi Markaðsstofu Reykjaness og Reykjanes UNESCO Global Geopark verður kynnt, sem og verkefni og stefnur sveitarfélaganna í ferðamálum en Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri Voga heldur erindi í kvöld. Að loknum stuttum kynningum verður opnað fyrir fyrirspurnir og almennar umræður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fundirnir verða sem hér segir:

VOGAR: Þriðjudaginn 19. febrúar kl. 20.00 í Álfagerði, Akurgerði 25

GRINDAVÍK: Miðvikd. 20. febrúar kl. 17:15 í Kvikunni, Hafnargötu 12a

REYKJANESBÆR: Miðvikd. 20. febrúar kl. 20:00 í Bíósal Duus safnahúsa, Duusgötu 2-8

SUÐURNESJABÆR: Fimmtd. 21. Febrúar kl. 17.15 í Vörðunni Sandgerði, Miðnestorgi 3

Allir velkomnir á fundina og aðgangur enginn.