Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

ÍAV þjónusta styrkir Vöfflukaffi Virkjunar í apríl
Miðvikudagur 14. apríl 2010 kl. 08:37

ÍAV þjónusta styrkir Vöfflukaffi Virkjunar í apríl


Virkjun á Ásbrú hefur staðið fyrir  áskorendaleik þar sem fyrirtæki taka sér að greiða kostnað við kaffi og vöfflur sem boðið er upp á í Virkjun og styrkja þannig það starf sem þar fer fram.  Áskorendaleikurinn er kallaður „Postularnir 12“ og er ÍAV þjónusta  postuli apríl mánaður.
Postularnir styrkja starfsemi Virkjunar með því að leggja til kaffi í einn mánuð og bjóða upp á vöfflur tvisvar í viku þann mánuð sem fyrirtækið sér um kaffið. Viðkomandi fyrirtæki skorar síðan á næsta fyrirtæki. Guðmundur Pétursson hjá ÍAV þjónustu skorar á Atafl að vera postuli maí mánaðar.
Vöfflukaffið í Virkjun er á þriðjudögum kl. 14:30 og á fimmtudögum kl. 10:30. Allir eru velkomnir.

Að sögn Gunnars H. Gunnarssonar, forstöðumanns Virkjunar, geta þau fyrirtæki sem áhuga hafa á að gerast postular haft samband við hann í síma 773 3310.
„Verkefnin framundan hjá Virkjun eru bæði margþætt og mörg og nú ríður á að við tökum höndum saman svo Virkjun megi verða sá öflugi vettvangur fyrir atvinnuleitendur sem svo sannarlega er þörf á,“ segir Gunnar.

Hlutverk Virkjunar er að verða ein allsherjar Virknimiðstöð, auka á virkni atvinnuleitenda og stuðla að því að þeir geti annaðhvort farið af stað sjálfir með atvinnusköpun eða komist í starf þegar tækifæri opnast.
Hægt er að fylgjast með starfsemi Virkjunar á www.virkjun.net. Opið er alla daga vikunnar frá 09:00 til 16:00

VFmynd/elg – Guðmundur Pétursson hjá ÍAV þjónustu afhendir Gunnari H. Gunnarssyni, forstöðumanni Virkjunar,  styrkinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024