Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

ÍAV færir Þroskahjálp á Suðurnesjum myndarlegan styrk
Þriðjudagur 11. mars 2003 kl. 14:07

ÍAV færir Þroskahjálp á Suðurnesjum myndarlegan styrk

Þroskahjálp á Suðurnesjum var á dögunum færður veglegur styrkur frá Starfsmannafélagi Íslenskra Aðalverktaka úr minningarsjóði Margrétar Haraldsdóttur að upphæð kr. 400.000. Margrét Haraldsdóttir var starfsmaður bókhaldsdeildar Íslenskra Aðalverktaka hf. En hún lést fyrir aldur fram 31. desember 1996 aðeins 52 ára gömul. Þetta er í annað skiptið sem veitt er úr sjóðnum, í fyrra var Krabbameinssjúkum börnum veittur styrkur úr honum.Það er mjög ánægjulegt að samtök hér á Suðurnesjum fá styrkveitingu úr sjóðnum og óskum við Þroskahjálp á Suðurnesjum velfarnaðar á komandi árum og njóti góðs af. Þroskahjálp á Suðurnesjum þakkar kærlega fyrir þetta framlag og mun það koma sér vel í verkefni félagsins, sem eru mikil og mörg, segir í frétt frá ÍAV.



Myndin: Þórður Þorbjörnsson formaður starfsmannafélags Í.A.V. og Árni Ingi Stefánsson starfsmannastjóri Í.A.V. afhenta formanni Þroskahjálpar á Suðurnesjum Halldóri Leví Björnssyni styrkinn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024