"I will survive" kom Truflaðri tilveru áfram
Föstudaginn 28. janúar fóru 13 unglingar og 2 starfsmenn í samfloti með öðrum félagsmiðstöðvum til þess að taka þátt í undankeppni Söngkeppni SamFés, sem eru samtök félagsmiðstöðva á Íslandi. Ferðinni var heitið til Vestmannaeyja, en þar var undankeppnin haldin að þessu sinni.
Af 17 félagsmiðstöðvum í Suðurkjördæmi komust einungis fimm áfram.
Skemmst er frá því að segja að framlag Truflaðrar Tilveru úr Garði komst í gegnum niðurskurðinn. Verður það að teljast svolítið afrek því keppnin var gríðarlega mikil og mikið lagt í hana af öllum félagsmiðstöðvum úr Suðurkjördæmi. Verður Félagsmiðstöðin Trufluð Tilvera ein af 28 keppendum í Söngkeppni SamFés sem verður haldin í byrjun mars, í Mosfellsbæ.
Söngur Írisar Einarsdóttur, 15 ára Garðmeyjar var framlag Truflaðrar Tilveru að þessu sinni, söng hún lagið "I will survive" af mikilli innlifun og átti náð fyrir augum fjölskipaðrar dómnefndar. Er þarna á ferðinni gífurlegt söngefni og kæmi alls ekki á óvart að sjá hana í IDOL og ná langt. Garðmenn mega vera stoltir af henni.
Vel heppnuð ferð því í alla staði, ef frá er talin sjóveiki á leiðinni til og frá Eyjum, bæði hjá unglingum og starfsmönnum. Komið var heim á sunnudagskvöldið 30. jan, svolítið þreyttir og slæptir ferðalangar en umfram allt í mjög góðu skapi.
Bestu kveðjur,
Agnar Júlíusson - starfsmaður Æskulýðsnefndar Garðs
Af 17 félagsmiðstöðvum í Suðurkjördæmi komust einungis fimm áfram.
Skemmst er frá því að segja að framlag Truflaðrar Tilveru úr Garði komst í gegnum niðurskurðinn. Verður það að teljast svolítið afrek því keppnin var gríðarlega mikil og mikið lagt í hana af öllum félagsmiðstöðvum úr Suðurkjördæmi. Verður Félagsmiðstöðin Trufluð Tilvera ein af 28 keppendum í Söngkeppni SamFés sem verður haldin í byrjun mars, í Mosfellsbæ.
Söngur Írisar Einarsdóttur, 15 ára Garðmeyjar var framlag Truflaðrar Tilveru að þessu sinni, söng hún lagið "I will survive" af mikilli innlifun og átti náð fyrir augum fjölskipaðrar dómnefndar. Er þarna á ferðinni gífurlegt söngefni og kæmi alls ekki á óvart að sjá hana í IDOL og ná langt. Garðmenn mega vera stoltir af henni.
Vel heppnuð ferð því í alla staði, ef frá er talin sjóveiki á leiðinni til og frá Eyjum, bæði hjá unglingum og starfsmönnum. Komið var heim á sunnudagskvöldið 30. jan, svolítið þreyttir og slæptir ferðalangar en umfram allt í mjög góðu skapi.
Bestu kveðjur,
Agnar Júlíusson - starfsmaður Æskulýðsnefndar Garðs