Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Í Vogum búa apar
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 2. apríl 2021 kl. 07:45

Í Vogum búa apar

– segir Linda Ösp Sigurjónsdóttir sem er Vogabúi í húð og hár segist starfa með algjörum snillingum í Vogabæjarhöllinni

– Hvernig ætlar þú að verja páskunum, eru breytt plön?

„Það stóð til að fara til Tenerife en vegna Covid breyttist það – samverustund með fjölskyldunni, páskaegg og afslöppun. Ætli ég lesi ekki eina til tvær bækur. Annars er páskabingó Þróttar í beinni útsendingu á miðvikudagskvöldið. Fjölskyldan mun klárlega taka þátt í þeirri gleði.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

– Eru fastar hefðir hjá þér um páskana?

„Bróðir minn og fjölskylda hans búa í Noregi. Við höfum nýtt páskafríin til að heimasækja þau annað hvert ár. Get ekki sagt að við séum með miklar hefðir tengdar páskunum.“

– Páskaeggið þitt?

„Góueggin eru í uppáhaldi hjá mér og stelpunum mínum.“

– Uppáhaldsmálsháttur?

„Vogun vinnur, vogun tapar. Í Vogum búa apar.“

– Hvað verður í páskamatinn?

„Það hefur verið alltaf verið kalkún frá því að ég man eftir mér. Það er ekki að fara breytast.“

– Ertu búin að fara á gosstöðvar og ef hvernig var upplifunin?

„Ég ákvað að bíða þangað til að leiðin var stikuð og skellti mér um helgina. Þetta var mjög skemmtilegt og mikið sjónarspil. Stemmningin minnir mig á útihátíð.“

– Hvað viltu segja nú þegar nýjustu takmarkanir voru settar vegna Covid-19?

„Þetta er tímabundið verkefni og við klárum þetta saman. Ég vona samt að opnun landamæra hafi ekki áhrif á ferðalög Íslendinga í sumar og við getum notið sumarsins í friði.  Annars er ég mjög ánægð með stjórnvöld í öllum þeirra aðgerðum.“