Í vetrarsól
Vetrarsólin skein sínu fegursta í dag og þrátt fyrir kulda var ekki annað að sjá en að fuglarnir á tjörnunum á Fitjum hafi unað sér vel.
Þessi fallegi svanur var að snyrta sig þegar ljósmyndari Víkurfrétta átti leið hjá og setti sig í sellingar eins og þaulreynd fyrirsæta. Það er rétt eins og hann sé að stjórna ímyndaðri sinfóníuhljómsveit þar sem hann blakar tígullegum vængjunum.
Þessi fallegi svanur var að snyrta sig þegar ljósmyndari Víkurfrétta átti leið hjá og setti sig í sellingar eins og þaulreynd fyrirsæta. Það er rétt eins og hann sé að stjórna ímyndaðri sinfóníuhljómsveit þar sem hann blakar tígullegum vængjunum.