Í tónleikaferðalag með Björk
Tveir hljóðfæraleikarar af Suðurnesjum fylgja söngkonunni Björk á nýhöfnu tónleikaferðalagi hennar um heiminn; þær Harpa Jóhannsdóttur, básúnuleikari og Bergrún Snæbjörnsdóttir, hornleikari. Mátti m.a. sjá þær stöllur koma fram með söngkonunni heimsfrægu í hinum fræga skemmtiþætti Saturday Night Live á laugardaginn var.
Tónleikaferðalagið mun alls taka um 18 mánuði þannig að þetta verður eflaust mikið ævintýri hjá þeim Hörpu og Bergrúnu.
Sjá nánar í Víkurfréttum á fimmtudaginn.
Mynd: Harpa og Bergrún í flugstöðinni á leið út í 18 mánaða tónleikaferðalag með Björk.
VF-mynd:elg
Innslagið úr Saturday Night Live má sjá hér:
http://www.youtube.com/watch?v=iIt2Tb5dOAs