Í tísku að vera gott foreldri
Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar stóð fyrir foreldraráðstefnu sl. laugardag í Kirkjulundi. Ráðstefnan var vel sótt og ljóst var að foreldrar kunnu vel að meta það sem í boði var.
Gylfi Jón Gylfason, foreldri, kennari og sálfræðingur, Drífa Kristjánsdóttir, foreldri og meðferðaraðili og Eva María Jónsdóttir, foreldri og dagskrárgerðarmaður voru meðal þeirra sem fluttu stutta fyrirlestra og síðan var gestum gefinn kostur á að spyrja þau spurninga. Þátttaka í umræðum var góð og greinilegt að í Reykjanesbæ búa virkir og áhugasamir foreldrar.
Foreldrafélög grunnskólanna buðu uppá kaffiveitingar og barnagæsla var á staðnum sem var vel nýtt. Að sögn Hjördísar Árnadóttur félagsmálastjóra var tilgangur ráðstefnunnar að vekja foreldra til umhugsunar um foreldrahlutverkið og ábyrgð þess en hún var mjög ánægð með hvernig til tókst.
Gylfi Jón Gylfason, foreldri, kennari og sálfræðingur, Drífa Kristjánsdóttir, foreldri og meðferðaraðili og Eva María Jónsdóttir, foreldri og dagskrárgerðarmaður voru meðal þeirra sem fluttu stutta fyrirlestra og síðan var gestum gefinn kostur á að spyrja þau spurninga. Þátttaka í umræðum var góð og greinilegt að í Reykjanesbæ búa virkir og áhugasamir foreldrar.
Foreldrafélög grunnskólanna buðu uppá kaffiveitingar og barnagæsla var á staðnum sem var vel nýtt. Að sögn Hjördísar Árnadóttur félagsmálastjóra var tilgangur ráðstefnunnar að vekja foreldra til umhugsunar um foreldrahlutverkið og ábyrgð þess en hún var mjög ánægð með hvernig til tókst.