Í tilefni forvarnarviku í Reykjanesbæ
Í þessari viku er forvarnarvika í Reykjanesbæ og hefur bæjarfélagið hvatt sem flesta til að taka þátt og þó að mestu sé verið að hvetja til forvarna vegna heilsu og heilbrigðis er ekki síður þörf á að hvetja til umræðu og umhugsunar um forvarnir og slysavarnir á heimilum og í nánasta umhverfi okkar.
Nú þegar haustar og myrkrið fer að vera meira viljum við minna á mikilvægi endurskinsmerkja. Þetta litla „tæki“ hefur ótrúlega mikið forvarnargildi og nauðsynlegt öllum sem vilja vera öruggir í umhverfinu og umferðinni þar sem þú sést fimm sinnum fyrr ef ljósgeisli lendir á þér ef þú ert með endurskinsmerki.
Til að styðja við verkefni Reykjanesbæjar í forvarnarvikunni mun Kvennasveitin Dagbjörg fara í heimsókn til allra grunnskóla Reykjanesbæjar og gefa börnum í 1. bekk endurskinsmerki en þetta hefur hún gert í upphafi skólaárs undanfarin ár.
Einnig hvetur hún alla þá sem eru úti að skokka, ganga eða hjóla að nýta sér þetta forvarnartæki sem endurskinsmerki er.
Með von um að sjá sem flesta sem eru að efla eigin heilsu og heilbrigði með hollri útiveru skreytta ljósum og merkjum svo þeir sjáist sem best.
Kvennasveitin Dagbjörg