Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Í þá gömlu góðu daga
Frá Keflavíkurhöfn í gamla daga.
Miðvikudagur 4. júlí 2018 kl. 15:00

Í þá gömlu góðu daga

Það var oft líf og fjör í höfnum landsins fyrr á árum og óhætt að segja að mikil breyting hafi átt sér stað, ekki síst í Keflavík. Kvótinn hvarf og bátum og skipum fækkaði.

Meðfylgjandi myndir sýna muninn. Gamla myndin er meira en hálfrar aldar gömul og sýnir líf og fjör í Keflavíkurhöfn en sú nýja var tekin ekki alls fyrir löngu og þar er bara báturinn Auðunn sem er í eigu Reykjaneshafnar. Það er hægt að hafa stór orð um þennan mun sem sést á myndunum og hægt er að taka undir það að þróunin í sjávarútvegi hefur ekki verið hagsæld bítlabænum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þessi mynd var tekin nýlega