Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Fimmtudagur 3. júní 1999 kl. 22:34

Í SÖNG- OG MESSUFERÐALAG TIL SKOTLANDS

Í söng- og messuferðalag til Skotlands Kirkjukór Njarðvíkur mun, þann 8. júní nk., halda í söng- og messuferðalag til Skotlands ásamt sóknarpresti og organista. Einnig verða með í för nokkrir makar kórfélaga og sóknarnefndarfólk. Dvalið verður fyrstu fjóra dagana í Carberry Towers kastalanum sem er rétt fyrir utan Edinborg. Þar mun kórinn halda tónleika í kapellu staðarins. Laugardaginn 12. júní verður haldið til bæjarins Tomintoul, en þar starfar Sveinbjörn Bjarnason, íslenskur prestur. Á sunnudeginum verður sungin á guðsþjónustu á staðnum, farið á elliheimili og sungið fyrir vistmenn og síðan haldnir tónleikar í kirkjunni um kvöldið. Síðustu tvo dagana verður dvalið í Glasgow. Kórinn mun halda tónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju fimmtudaginn 3. júní kl. 20:30. Á efnisskrá er íslensk kirkjutónlist, lög eftir íslensk tónskáld auk þjóðlaga og ættjarðarlaga. Einsöngvarar eru Birna Rúnarsdóttir, sópran, og Haukur Þórðarson, tenór, sem bæði eru kórfélagar. Einnig kemur fram karlakvartett skipaður kórfélögum. Stjórnandi kórsins er Steinar Guðmundsson organisti.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024