Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

„Í sól og sumaryl“ söng bæjarstjórinn í Garði
Magnús Stefánsson, bæjarstjóri tók sig vel út á sviðinu með Upplyftingu. VF-myndir/pket.
Sunnudagur 30. júní 2013 kl. 12:45

„Í sól og sumaryl“ söng bæjarstjórinn í Garði

Fjör á vel heppnaðri sólseturshátíð í Garði. Enn og aftur sól og blíða.

Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði sýndi Garðmönnum að hann kann meira en að stýra sveitarfélaginu þegar hann kom fram með hljómsveitinni Upplyftingu á Sólseturshátíðinni í Garði í gærkvöldi. Magnús og félagar sungu meðal annars hið vinsæla lag „Í sól og sumaryl“ og bættu við …„í Garðinum“ en það þótti við hæfi í sólinni og blíðunni úti á Garðskaga. Þar var mikill fjöldi fólks saman kominn og naut veðurblíðunnar og dagskrárinnar.

„Við Garðmenn erum í góðu sambandi við veðurguðina,“ varð einum að orði og undir það er hægt að taka því alltaf er blíða á þessari hátíð. Allt gekk vel og dagskráin var veglegri en nokkru sinni fyrr því mörg stór nöfn mættu í Garðinn þessa helgina til að koma fram. Eyþór Ingi Eurovisionfari heillaði gesti upp úr skónum þegar hann kom fram á laugardeginum en þá voru einnig mörg leik,- dans- og söngatriði. Um kvöldið mættu m.a. Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Klassart, Júdas, Buff og Helgi Björnsson batt endahnútinn á kvöldið. Magnús Kjartansson og félagar í Júdas voru í miklu stuði en á eftir þeim kom nafni hans bæjarstjórinn í Garði með Upplyftingu, hljómsveit sem hann lék með á yngri árum. Ljóst var að hann hafði engu gleymt sem og félagar hans og þeir náðu upp skemmtilegri stemmningu á kvöldsviðinu.

Lokaatriði Sólseturshátíðarinnar eru tónleikar með Ellen Kristjánsdóttur og Eyþóri Gunnarssyni í Gerðaskóla í kvöld kl. 20. Hér má sjá fleiri myndir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sól og blíða úti á Garðskaga á Sólseturshátíð.

Magnús og félagar í Upplyfingu í stuði á sviðinu.

Mikill manfjöldi var á Garðskaga á Sólseturshátíð.