Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Í skýjunum með árangur Árna Más !
Sunnudagur 17. ágúst 2008 kl. 12:48

Í skýjunum með árangur Árna Más !

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Haraldur faðir Erlu Daggar, sunddrottningar, sendi okkur línur frá Kína. Hann segir að árangur Erlu Daggar, „hafi ekki alveg staðið undir væntingum en það jákvæða við þetta er að það kemur hellingur í reynslubankann.“
Tíminn hjá Halla og fjölskyldu hefur verið vel nýttur til skoðunarferða og verslunar á hinum stórkostlega silkimarkaði sem er eins og risa Kolaport.
„Þessi mannvirki sem að hafa verið reyst hér eru alveg frábær inni á keppnissvæðinu er margt að skoða svo sem dansandi gosbrunna í öllum regnbogans litum, torfhús, líkan af olíuborunarsvæði og margt margt fleira.“
Þau voru á handboltaleik Íslands og Suður Kóreu sem var æsispennandi. Að leik loknum fóru svo allir í sundhöllina til að horfa á Árna Má synda og þvílíkt trukk á stráknum sem setti glæsilegt ÍSLANDSMET 22,81. „Við stórfjölskyldan erum alveg í skýjunum“ segir Haraldur ánægður með ævintýrið.