Í sjálfskipaðri sóttkví á heimilinu
Guðlaug María Lewis var rétt búin að senda út boðskortin vegna fermingar dóttur sinnar þegar samkomubann var sett á. „Þar með var öllum fermingum vorsins frestað til sumarloka. Auk þess eru þrjár utanlandsferðir planaðar hjá fjölskyldumeðlimum bæði í vor og í sumar og þau plön eru auðvitað í uppnámi,“ segir Guðlaug í samtali við Víkurfréttir sem ræddu við hana um kórónuveiruna og áhrif hennar á líf og störf.