Í myndum með Víkurfréttum
Hér má sjá instagram myndir vikunnar frá lífinu á Suðurnesjum. Þar kennir ýmissa grasa og margar skemmtilegar myndir sem okkur bárust. Þessar myndir eiga nú möguleika á að komast í hóp þeirra 7 mynda sem birtast í blaði Víkurfrétta næstkomandi fimmtudag. Þær myndir komst svo í pott þar sem mynd mánaðarins verður valin. Vegleg verðlaun eru í boði en fyrir þrjú efstu sætin er m.a. hægt að næla sér í pizzaveislu frá Dominos. Snjallsíma frá Nova og miða í bíó fyrir þig og vini þína.
Ólöf Edda Eðvarðsdóttir tók þessa mynd af sér og hundinum sínum.
Önnur hundamynd. Hér er Sólrún líf að gefa brúsa hundinum sínum háa fimmu.
Fallegt augnablik. Hugrún Halldórsdóttir tók þessa fallegu mynd af mæðraskoðun vinkonu sinnar.
Davíð Óskarsson tók þessa mynd af eldri borgurum í Boccia á Ásbrú.
Jón Júlíus Karlsson tók þess mynd af 5. flöt á Húsatóftarvelli í Grindavík.
Garðskaginn er avállt fallegur eins og sjá má á þessari mynd sem Páll Orri Pálsson tók fyrir skömmu.
Rokkheimar á Ljósanótt. Friðrik Gunnarsson tók þessa flottu mynd.
Jóhann B. Guðmundsson á sínum bestu árum.
Oddur Gunnarsson var ánægður eftir sigur Keflvíkinga gegn Fram.
Síðla sumars í Reykjanesbæ. Gunnar Hansson tók myndina.