Í gegnum fjöll og firnindi
Suðurnesjamenn blogga
Fyrr í sumar auglýsti Heklan eftir bloggurum sem hafa áhuga á því að kynna Reykjanes og það sem Suðurnesjamenn eru að gera í samfélagsmiðlum. Nokkrir pennar hafa tekið við sér og eru farnir að blogga eða setja inn myndir af Reykjanesi. Miðlarnir sem hægt er nota eru fjölbreyttir s.s. tumblr, twitter, instagram, pinterest, flickr, youtube og vimeo. Hægt er að velja einn miðil eða fleiri. Einn af þeim er bloggarinn Rán Ísold Eysteinsdóttir, sem kallar sig Suðurnesjadóttir. Hún heimsótti Lambafellsgjá á dögunum og birti skemmtilega færslu með myndum á Tumblr síðu sinni. Hér að neðan má sjá myndirnar og frásögn Ránar.
„Þú last titillinn rétt. Í gegnum fjöll og firnindi. Nánar tiltekið í gegnum lambafellsgjá þar sem hægt er að ganga í fótspor huldufólks og klífa fjall að innan og uppúr. Falleg sjón blasir við manni er maður horfir upp gjánna sem er í þann mund að fara að gleypa þig. Gangan er brött á köflum og studdist ég við hrjúfan klettavegginn en náttúran kann sitt fag og verðlaunar göngugarpa er upp er komið þar sem þar leynast aðalbláber og krækiber í þúsundatali.“
Svona stundum má ekki gleyma og því ómetanlegt að geta fest þær á filmu eða jafnvel á blað um leið.
Lambafellsjá er eitt af leyndum djásnum Reykjanessins og má víst alveg haldast leynt enda þora þangað aðeins hugdjörfustu kappar.
Heklan hvetur enn fólk til að taka þátt eða benda fólki á það sem gæti verið góðir fulltrúar í að vekja athygli á svæðinu. Viðkomandi er bent á að senda inn umsókn á [email protected]. Þar þurfa að koma fram upplýsingar um viðkomandi, áhugasvið og skrifaður texti (300 orð lágmark) ásamt ljósmynd eftir höfund og slóð í samfélagsmiðlil ef við á.