Í eldhúsinu: Dísæt Snickerskaka
Ásdís Björk Kristinsdóttir er að þessu sinni í eldhúsinu hjá Víkurfréttum. Hún er Njarðvíkingur, fædd 1974, og forstöðumaður fjármála og reksturs hjá Íslandsbanka Kirkjusandi. Ásdís Björk er gift Jóhanni Axeli Thorarensen flugmanni hjá Icelandair. Þau eiga tvær dætur og einn son. Fjölskyldan er afar samheldin og samhent og Ásdís Björk er ekki í vandræðum með að töfra fram dýrindis rétti og kökur. Þau Jóhann Axel eru oft umkringd stórfjölskyldunum beggja megin og afmælisveislur og samverustundir tíðar. Því getur verið gott að luma á góðum uppskriftum. Ásdís Björk á eina slíka sem er mjög vinsæl hjá henni við ýmis tilefni:
Snickerskaka
Hráefni:
Egg
Púðursykur
Rjómi
Snickers (má líka nota mars)
Smjör
Flórsykur
Aðferð:
Botnar
5 eggjahvítur
4 dl. púðursykur
Stífþeytt og sett í tvö form
Bakað við 150 gráður í 50 mín.
Gæti verið aðeins minna eða meira, fer bara eftir ofninum.
Á milli:
1/2 líter rjómi, þeyttur
2-3 snickers brytjuð smátt út í
Ofan á:
Þeyta 5 eggjarauður og 3 msk flórsykur saman með handþeytara.
50-60 gr. smjör og 1-2 snickers brædd saman í potti.
Kæla þetta aðeins og þeyta svo saman við eggjarauðurnar og flórsykurinn.
Karamellan sett ofan á.
Betra að kæla karamelluna aðeins með því að hræra vel í henni og kannski inn
í ísskáp í smá stund áður en hún er sett á kökuna svo hún leki ekki öll niður á diskinn.
Ef þú þekkir einhvern sem hefur gaman að því að elda eða vilt sjálf/ur koma gómsætri uppskrift, þá er hægt að hafa samband við Víkurfréttir á póstfangið [email protected].