Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Í brakandi blíðu í Trölladyngju
Þriðjudagur 10. júlí 2007 kl. 14:29

Í brakandi blíðu í Trölladyngju

Það viðrar vel til útivistar í dag. Göngufólk er uppi um öll fjöll og því hefur Ellert Grétarsson, ljósmyndari Víkurfrétta, kynnst. 
Hann er nú staddur í Trölladyngju á Reykjanesi að festa náttúru Reykjanessins „á filmu“ en afraksturinn mun birtast hér á vef Víkurfrétta á næstu vikum.

Ellert sagði í samtali við vf.is nú áðan að nú væri logn og steikjandi hiti á Trölladyngjusvæðinu. Skyggnið væri frábært, heiður himinn og útsýnið frábært alla leið upp á Snæfellsnes og að sjálfsögðu yfir Reykjanesfjallgarðinn.

Myndirnar með fréttinni eru teknar á gsm-síma fyrir fáeinum mínútum síðan.

Ljósmyndir: [email protected]

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024