Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Hvítur og kaldur gamlársdagur
Þriðjudagur 31. desember 2013 kl. 15:28

Hvítur og kaldur gamlársdagur

Fjórar þyrlur á flugi yfir Reykjanesbæ vöktu án efa athygli í morgun. Þær voru hér á ferð í ferðaþjónustuverkefni og voru að skila af sér farþegum í flug á Keflavíkurflugvelli. Það færist í vöxt að þyrlur séu notaðar til að flytja ferðamenn og þá oft á staði sem erfitt er að komast á eða þá til að komast hratt á milli staða.

Ljósmyndari Víkurfrétta var í einni þyrlunni í morgun og tók þá þessar hrollköldu myndir yfir Reykjanesbæ á þessum síðasta degi ársins. Nánar verður hins vegar fjallað um þyrlur í ferðaþjónustu á Suðurnesjum í Víkurfréttum nú í janúar.

VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024