Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hvítölið og ris a la mande ómissandi
Miðvikudagur 26. desember 2018 kl. 08:00

Hvítölið og ris a la mande ómissandi

Ágústa Hildur Gizurardóttir segist elska allt við jólin og uppáhaldslagið hennar er meðal annars Jólin alls staðar með Ellý Vilhjálms. Henni finnst ómissandi hvítöl og ris a la mande á aðfangadagskvöld.

Ertu mikið jólabarn?
Já, ég elska jólin, ljósin, jólahefðirnar, jólamatinn, fjölskyldan öll saman komin og börnin að farast úr spennu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvað er uppáhalds jólalagið þitt?
Þau eru svo mörg. Jólin alls staðar með Ellý Vilhjálms vekur alltaf góðar minningar. Ég hlakka svo til...Þú komst með jólin til mín..

Hvenær klárar þú að kaupa jólagjafirnar?
Veit ekki.

Áttu einhverja sérstaka minningu frá jólum?
Ný nærföt, jólakoddaverið og bókin.

Hvað er ómissandi á jólum?
Hvítöl og ris a la mande.

Hvað finnst þér skemmtilegast við jólahátíðina?
Spennan og gleðin að vera barn.

Bakar þú smákökur fyrir jólin?
Já, spesiur það er mitt uppáhald, sukkulaðibitakökur, engiferkökur og daimkökur. Svo geri ég Lemmon curd ístertu.

Hvenær setjið þið upp jólatré?
Við settum jólatréið upp snemma í ár en venjulega ekki fyrr enn þriðja í aðventu.

Ertu með einhverjar fastar hefðir um jólin?
Á þorláksmessu set ég jólasængurver hjá öllum og ný náttföt. Ég ólst upp við þessa hefð sem hefur fylgt mér áfram.

Hvenær eru jólin komin hjá þér?
Þegar jólaklukkurnar klingja inn jólin kl. 18:00 þann 24. desember.

Hvar ætlar þú að verja aðfangadegi?
Heima hjá mér.

Hvað verður í matinn á aðfangadag?
Humarsúpa a la Hermann og djúpsteiktur kalkúnn með öllu tilheyrandi. Við endum svo kvöldið á að borða Ris a la mande.

Eftirminnilegasta jólagjöfin?
Hjól sem ég fékk þegar ég var 7 ára gömul.