Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hvíti brunabíllinn eftirminnileg jólagjöf
Fimmtudagur 19. desember 2019 kl. 07:07

Hvíti brunabíllinn eftirminnileg jólagjöf

Guðmundur „Mummi“ Hermannsson hefur snúið sér algerlega að Facebook þegar kemur að jólakortaskrifum og viðurkennir að hann sé mjög vanafastur um jólin. VF greip hann í jólaspjall.

Jólabíómyndin sem kemur þér í jólaskap? Ég á tvær jólamyndir sem eru í miklu uppáhaldi en það eru „Miracle on 34th street“, þá upprunalegu, og svo „Christmas Vacation“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sendir þú jólakort eða hefur Face­book tekið yfir? Nei, ég hef alltaf verið mjög latur við að skrifa og senda kort. Þannig að Facebook sér alfarið um það fyrir mig.

Ertu vanafastur um jólin, er eitthvað sem þú gerir alltaf um hátíðarnar? Jólin eru nánast ekkert annað en hefðir. Þannig að já, ég er mjög vanafastur um jólin. Það er svo sem ekkert sérstakt sem ég geri.Ég fer oftast að leiði foreldra minna, en jólin snúast nær eingöngu um fjölskylduna.

Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? Hmmm ætli það sé ekki hvíti brunabíllinn sem ég fékk í jólagjöf frá Ollu systur hans pabba þegar ég var líklega svona fjögurra til fimm ára. Hún bjó í Bandaríkjunum og það var alltaf mikill spenningur fyrir gjöfunum frá henni.

Er eitthvað eftirminnilegt í huga þér frá yngri árum þínum á jólum? Já, alltaf sest við borð á mínútunni sex og messan í gangi í útvarpinu. Pabbi keypti líka oft epla- og appelsínukassa.

Hvað er í matinn á aðfangadag? Oftast svínakótilettur í raspi eins og mamma var með.

Hvenær finnst þér jólin vera komin? Þegar aðventan kemur.

Hefur þú verið eða gætirðu hugsað þér að vera erlendis um jólin? Nei, það hefur ekki gerst.

Áttu þér uppáhaldsjólaskraut? Tja, ætli það sé ekki gamla gervijólatréð sem foreldrar mínir eignuðust í kringum 1968. Ég veit það út af dagblaðinu í botni kassans sem það er geymt í.

Hvernig verð þú jóladegi? Yfirleitt í faðmi fjölskyldunnar.