Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hvert verður jólahús Reykjanesbæjar?
Jólahús Reykjanesbæjar 2022 - Heiðarból 19
Föstudagur 15. desember 2023 kl. 14:02

Hvert verður jólahús Reykjanesbæjar?

Jólahús Reykjanesbæjar verður valið eins og undanfarin ár en íbúar eru hvattir til að senda inn tilnefningar og er tekið við þeim til 17. desember.

Húsasmiðjan í Reykjanesbæ ætlar að styðja við bakið á þessu uppátæki með gjafabréfi til þess húss sem verður hlutskarpast í leiknum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ferlið er sáraeinfalt. Ef þú sérð hús sem þér finnst ástæða til að vekja athygli á fyrir flottar skreytingar, þá smellirðu mynd af húsinu og leggur götuheiti og númer á minnið. Síðan er tillagan sett inn á heimnasíðu bæjarins, rnb.is, myndinni hlaðið inn og götuheiti og númer skráð,“ segir í frétt á heimasíðu bæjarins.

Menningar- og þjónusturáð fer yfir tilnefningarnar og velur jólahús Reykjanesbæjar. Afhending viðurkenninga fer síðan fram í Aðventugarðinum á Þorláksmessu þar sem sigurvegarar fá einnig afhenta vinninga í boði Húsasmiðjunnar.