Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

„Hversu ung ertu, Dorrit?“
Grindvískir nemendur taka „selfie“ með Dorrit.
Mánudagur 14. apríl 2014 kl. 09:36

„Hversu ung ertu, Dorrit?“

Forsetahjónin hrifust af verkum nemenda í Grindavík.

Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff heimsóttu m.a. grunnskólann við Ásabraut þegar Grindavíkurbær hélt upp á 40 ára kaupstaðaraafmæli sitt síðasta fimmtudag. Tekið var á móti þeim á sal þar sem nemendur skólans höfðu safnast saman. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands ávarpaði nemendur og bauð upp á spurningar frá nemendum og fékk þau til að segja sér hvað væri það skemmtilegasta við Grindavík.

Ólafur Ragnar var m.a. spurður að því hversu gamall hann væri og Dorrit var spurð að því hversu ung hún væri.

Forsetahjónin skoðuðu svo sýninguna um sögu Grindavíkur sem nemendur unnu að í Þemavikunni og fannst þeim mikið til koma.

Meðfylgjandi myndir tók Guðfinna Magnúsdóttir við tækifærið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024