Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hvernig kemst ég í fjölmiðla?
Mánudagur 2. október 2017 kl. 09:19

Hvernig kemst ég í fjölmiðla?

-Vinnustofa á morgun 15 - 17

Fjalar Sigurðarson, markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvarinnar, mun kynna aðferðir til að ná athygli fjölmiðla fimmtudaginn 5. október í fundarsal Krossmóa, 5 hæð kl. 15 - 17. 
 
Vinnustofan er jafnt fyrir frumkvöðla, fyrirtæki í nýsköpun, starfsmenn menningarstofnanna og sveitarfélaga, listamenn og aðra sem þurfa að koma sér á framfæri í fjölmiðlum.

Gefin verða hagnýt ráð varðandi það að nýta sér fjölmiðlaumfjöllun í markaðsstarfi og einnig farið yfir helstu mistök. 
 
Fjalar Sigurðarson starfar sem markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar. Fjalar á að baki fjölbreyttan feril í íslenskum fjölmiðlum og hefur starfað í nýsköpun í tæknigeiranum.
 
Vinnustofan er öllum opin og frí - boðið verður upp á léttar veitingar á staðnum og þurfa þátttakendur að skrá sig hér.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024