Hvernig er að vera sjónskertur?
Oft er erfitt að ímynda sér það að vera heftur á einn eða annan hátt. Til að mynda hvernig lífið er þegar maður er sjónskertur, hreyfihamlaður eða á einhvern hátt ekki eins og maður er vanur.
Nú nýverið fengu nemendur í 8.U í Grunnskóla Grindavíkur kynningu frá Blindrafélaginu hvernig er að vera með sjónskerðingu. Einn nemandi bekkjarins er með mikla sjónskerðingu.
Nemendur fengu að upplifa það hvernig það er vinna og ganga um skólann með skerta sjón. Farið var yfir nokkur atriði sem nemendur þurftu að hafa í huga þegar þeir umgangast fólk með mikla sjónskerðingu.
Fleiri myndir frá kynningunni má sjá hér!