Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hverfisvinir jólaskreyta bæinn
Miðvikudagur 3. nóvember 2010 kl. 11:29

Hverfisvinir jólaskreyta bæinn

Hverfisvinir Reykjanesbæjar eru komnir í jólaskap og byrjaðir að setja upp jólaskraut á ljósastaura í bænum.
Kveikt verður á jólaljósum í bæjarfélaginu síðar í mánuðinum svo það er ekki seinna vænna en að Hólmar Magnússon sem sést hér til hægri á myndinni, og félagar hans í Hverfisvinum klári uppsetningu skrautsins. Hólmar og Hverfisvinir taka að sér ýmis verk fyrir bæjarfélagið. Hólmar ók rútum hjá SBK í mörg ár en fer hér létt með að skreyta bæinn og hver veit nema að hann setji svo í samband þegar kemur að því.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Meðfylgjandi myndir voru teknar fyrir framan Nesvelli í Njarðvík í morgun.