Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hver verður sumarstúlka Qmen 2005 ?
Mánudagur 13. júní 2005 kl. 16:15

Hver verður sumarstúlka Qmen 2005 ?

Leit er hafin að Sumarstúlku Qmen 2005. Leitað er að fyrirsætum til að sitja fyrir á tískuljósmyndum í Víkurfréttum og á Netinu í fatnaði frá Mangó. Í enda sumars er síðan áætlað að halda lokakvöld þar sem Sumarstúlka Qmen verður krýnd og mun sú hin sama hljóta vegleg verðlaun.
Sumarstúlka Qmen árið 2004 er Anastasía Sirenko en hún var valin úr hópi átta föngulegra fljóða. Keppnin í fyrra var haldin á skemmtistaðnum Traffic en húsið var troðfullt á meðan keppninni stóð.
Myndir frá keppninni í fyrra eru enn þann dag í dag skoðaðar mjög mikið en um 1000 flettingar eru í myndasöfnum Qmen-keppninnar hvern dag.
Þær sem vilja taka þátt í verkefninu eru beðnar um að senda póst á [email protected] en þar þarf að koma fram nafn og aldur ásamt ljósmynd. Þeir sem vilja koma með ábendingar geta einnig sent póst á [email protected] . Aldurstakmark er 18 ár. Einnig geta stúlkurnar gefið sig fram í Mangó og skilið þar eftir umslag með sömu upplýsingum.
Fyrirkomulag Sumarstúlku Qmen 2005 verður með öðru sniði í ár en í fyrra, en nánar verður greint frá fyrirkomulaginu síðar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024