Hver verður Suðurnesjamaður ársins?
Víkurfréttir óska eftir ábendingum frá lesendum
Líkt og undanfarin ár velja Víkurfréttir Suðurnesjamann ársins. Í fyrra var það lögreglumaðurinn Sigvaldi Lárusson sem varð fyrir valinu en meðal afreka hans það árið var að ganga frá Keflavík til Hofsóss og safna tveimur milljónum til styrktar langveikum börnum.
Nú þegar árið 2016 er að renna sitt skeið er komið að því að velja Suðurnesjamann ársins á ný. Víkurfréttir óska eftir ábendingum frá lesendum á netfangið [email protected] fyrir mánudaginn 2. janúar næstkomandi.