Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hver verður Fegurðardrottning Suðurnesja 2005?
Fimmtudagur 6. janúar 2005 kl. 17:14

Hver verður Fegurðardrottning Suðurnesja 2005?

Leitin að Fegurðardrottningu Suðurnesja 2005 er hafin. Keppnin í ár verður glæsileg sem fyrr og því er óskað eftir ábendingum um verðuga fulltrúa í Keppnina. Hægt er að koma ábendingum til Lovísu Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóra Fegurðarsamkeppni Suðurnesja í síma 697 4030 eða í síma 565 8343.

Þær brostu breitt fegurðardrottningarnar að aflokinni Fegurðarsamkeppni Suðurnesja 2004 sem haldin var í Bláa lóninu síðasta vetur. Hérna eru stúlkurnar í þremur efstu sætunum ásamt ljósmyndafyrirsætu Suðurnesja. Frá vinstri: Guðrún Halldórsdóttir (2. sæti), Ingibjörg Ósk Jóhannsdóttir (fegurðardrottning Suðurnesja), Margrét Valdimarsdóttir (3. sæti) og Magna Magdalena Baldursdóttir sem var kjörin Ljósmyndafyrirsæta Suðurnesja.

Víkurfréttir munu fjalla ítarlega um keppnina og undirbúning hennar. Þannig verða birtar myndir af þátttakendum í Víkurfréttum, í Tímariti Víkurfrétta og hér á vef Víkurfrétta, www.vf.is.

Ljósmynd: Tobías Sveinbjörnsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024