Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hvatningarverðlaun Reykjanesbæjar afhent
Sunnudagur 14. júní 2009 kl. 16:51

Hvatningarverðlaun Reykjanesbæjar afhent

Hvatningarverðlaun Fræðsluráðs Reykjanesbæjar voru afhent við hátíðlega viðhöfn í gær en fjöldi tilnefninga bárust að þessu sinni.

Hvatningarverðlaunin 2009 hlutu Alma Vestmann kennari við Myllubakkaskóla, Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Gaman saman kynslóðaverkefni leikskólans Gimli og Nesvella.

Alma hlaut hvatningarverðlaunin 2009 fyrir margvísleg verkefni sem hún hefur skipulagt með nemendum 10. bekkjar til þess að fjármagna vorferð þeirra. Undirbúningur ferðarinnar hefst á Ljósanótt en þá sjá nemendur og foreldrar þeirra undir stjórn Ölmu um að vakta, leiðbeina og innheimta gjald fyrir hjólhýsi á lóð Myllubakkaskóla. Allir hjólhýsaeigendur fá kvittun í formi ljóða sem Alma hefur séð um að útbúa. Önnur verkefni sem Alma hefur aðstoðað þau við eru sala á jólastjörnum, gerð merkispjalda, jólaföndur, jólahappdrætti, skemmtikvöld og páskakaffi. Allur ágóði af þessum verkefnum hefur farið í sameiginlegan ferðasjóð nemendanna og gert þeim kleift að fara í fjögurra daga ferðalag. Þessi ferðalög eru mjög áhugverð og eftirminnileg fyrir nemendur og fara þeir í flúðasiglingu, klettaklifur, fuglaskoðun, syngja, spjalla og leika sér saman. Tilnefnd: Alma Vestmann

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Karen J. Sturlaugsson hlaut hvatningarverðlaun fyrir starf sitt með Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar en hún hefur um árabil verið talin í hópi bestu stórsveita landsins. Spilagleði, vandaður flutningur og fjölbreytt efnistök eru aðalsmerki þessarar frábæru hljómsveitar, sem heldur merki Reykjanesbæjar hátt á lofti hvar sem hún kemur fram, innan lands sem utan.Tilnefnd:

Leikskólinn Gimli og Nesvellir hlutu hvatningarverðlaun fyrir Gaman saman, kynslóðabilið brúðað, samstarfsverkefni sem felur í ser gagnkvæmar heimsóknir milli eldri borgara og barnanna. Náin tengsl hafa myndast milli yngstu kynslóðarinnar og þeirra elstu og hafa þau dansað saman, gróðursett tré o.fl. Sameiginlegur jólanónverður yngri og eldri borgara hefur verið á Nesvöllum og á aðventunni var sameiginleg hátíð í Ytri-Njarðvíkurkirkju þar sem börnin sýndu helgileik og kór eldri borgara söng. Í sumar munu nemendur af Gimli taka þátt í sumarhátíð Nesvalla.

Mynd: Ellert Grétarsson