Hvatningarsöngvar æfðir í FS
Salur Fjölbrautaskóla Suðurnesja var þéttsetinn í morgun þegar nemendur skólans æfðu hvatningarsöngva fyrir Gettu betur, spurningarkeppni framhaldsskóla á Íslandi. Lið FS er komið í 8-liða úrslit keppninnar og keppa þar við Menntaskólann við Sund í Sjónvarpinu í mars en það er orðið töluvert langt síðan FS komst svo langt í keppninni. Bæði Morfís- og Gettu betur liðin voru kynnt þeim nemendum skólans sem ekki þekktu til þeirra og einnig var kynnt nýtt nemendaráð skólans sem tók til starfa í byrjun annar.
Mynd: Kristín Magnúsdóttir, fulltrúi FS í söngvakeppni framhaldsskóla, tók lagið í lokin við mikla hrifningu viðstaddra. VF-mynd: SævarS
Mynd: Kristín Magnúsdóttir, fulltrúi FS í söngvakeppni framhaldsskóla, tók lagið í lokin við mikla hrifningu viðstaddra. VF-mynd: SævarS