Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hvatning vikunnar:
Fimmtudagur 15. ágúst 2019 kl. 12:47

Hvatning vikunnar:

Sumarið er yndislegur tími. Við erum heldur betur búin að fá gott sumar hér á Íslandinu góða. Því fylgir oft grill, sósur, vín, gos, eftirréttir og ísrúntar úfffff !! 

Já maður leyfir sér oft meira á sumrin og við erum fljót að telja okkur trú um að við eigum þetta allt skilið. En eftir svona gott sumar þrá margir að fara að koma sér í rútínuna aftur, byrja að hreyfa sig og laga til í mataræðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Að setja sér markmið og koma sér af stað aftur eftir sumarfrí

Ef líkamsræktin á að skila einhverjum árangri er lykilatriði að setja sér markmið í upphafi og ekki byrja of geyst. Það er stórt skref og gríðarleg breyting fyrir marga að gera hreyfingu og hollar matarvenjur að lífsstíl sínum. Þess vegna er mjög mikilvægt að skilgreina væntingar sínar vel og setja sér raunhæf markmið því það auðveldar að ná settu marki. 

Það er einnig mikilvægt að þú aðlagir hreyfingar áætlun að lífsstíl þínum – að þú finnir út hvað hentar þér og fjölskyldu þinni best. Hver og einn hefur ólíkar venjur og þarfir og best er að sníða áætlun sína með tilliti til þess.

Ef þú hefur ekki tíma til að fara í líkamsræktarstöðina oftar en tvisvar í viku þá er ekkert mál að stunda einhverja hreyfingu heima þá daga sem þú kemst ekki. Til dæmis er hægt að gera armbeygjur og hnébeygjur heima fyrir svefninn eða þegar auglýsingahlé er í sjónvarpinu.

Einnig er gott að nýta veðrið vel á meðan það er svona gott. Það er mjög góð æfing að fara út í hreint loft til að koma sér af stað. 30 til 50 mínútna ganga, skokk eða að synda er frábær hreyfing.

Kveðja,

Freyja Sigurðardóttir

Þitt Form þjálfari og

Einkaþjálfari í Sporthúsinu.