Hvar ætlar þú að kaupa jólagjafirnar í ár?

Spurning vikunnar hjá Víkurfréttum er: Hvar ætlar þú að kaupa jólagjafirnar í ár?
 

Aldís Matthíasdóttir:

„Í Reykjanesbæ, heimabæ mínum. Ég hef oft verslað föt á syni mína í Vibes og þeir eru alltaf rosa ánægðir. Svo hef ég fengið mér flott föt hérna. Mér finnst oft bara stress í borginni. Ég verð bara pirruð þar þótt ég sé þaðan upprunalega en við fluttum hingað fyrir nokkrum árum.“
 Geir Hallgeirsson:

„Mestmegnis í heimabyggð af því að ég vil hafa þjónustu hér í bænum okkar. Ef allir fara til Reykjavíkur að versla þá leggst þjónustan af hér í bæ. Það segir sig sjálft, bara einfalt.“


Ísak Rúnar Ólafsson:

„Ég gæti keypt einhverjar gjafir hérna í Keflavík. Mér finnst ekkert ofsalega gaman að þvælast í Reykjavík og best væri ef ég fengi allar jólagjafirnar hér bara, það væri alveg lúxus.“
 Kolbrún Viktorsdóttir:

„Örugglega bara hér í heimabyggð. Reyni helst að sleppa við að fara í Reykjavík. Mikið af bílum þar, bara geðveiki. Mér finnst gott að labba í búðirnar hérna þegar mér hentar. Miklu skemmtilegra.“