Hvalaskoðun styrkir skógrækt
Ferðaþjónusta Suðurnesja sem rekur hvalaskoðunarferðir með skipinu Moby Dick hefur nú, þriðja árið í röð, styrkt Skógræktarfélag Suðurnesja. Eigandinn, Helga Ingimundardóttir hitti Halldór Magnússon, nýkjörinn formann Skógræktarfélags Suðurnesja við Vatnsholtið í Keflavík og afhenti peningagjöfina.
Að sögn Helgu hafa hvalaskoðunarferðirnar gengið vel í sumar og hafi t.d. í júlí sést hvalir eða höfrungar í hverri einustu ferð. Hvalaskoðunarskipið Moby Dick sem er gamli Djúpbáturinn Fagranes, hefur komið vel út í rekstrinum, en ásamt Helgu eiga skipið Davíð Þór Ólafsson, vélstjóri og Baldur Konráðsson, bílstjóri. Aldrei hafa fleiri Íslendingar komið með skipinu en nú í sumar og hafa þeir látið vel af ferðunum. Sjávarlíffræðingur hefur verið með í flestum ferðum sem útskýrir um höfrunga og hvali á svæðinu. Hrefna og höfrungar hafa verið mest áberandi en einnig hefur sést töluvert af hnúfubak. Sjávarspendýrin sjást einnig á kvöldin og var boðið upp á þá nýbreytni í sumar að fara með viðskiptavini í kvöldferðir sem nutu töluverðra vinsælda.
Í fyrsta skiptið sem Helga afhenti skógræktinni gjöf kom frú Vigdís Finnbogadóttir góðfúslega að hennar beiðni og gróðursetti fyrstu 3 trén við Rósaselsvötn, en auk þeirra voru samkominn fjöldi manns vegna Græna hersins og “Reykjanesbæjar á réttu róli” og tóku saman höndum og settu niður fjölda trjáa þar og reyndar líka við Vatnsholtið.
Í þetta skipti er gjöfin eyrnamerkt sem hluti af launum starfsmanns sem vinnur fyrir félagið við skógræktina. Með gjöfinni vill Helga minna á að mikið og þarft verk er framundan í skógrækt á Suðurnesjum og hvetja aðra Suðurnesjamenn til dáða á þeim vetvangi.
Halldór Magnússon, formaður skógræktarfélagsins var þakklátur fyrir framtakið en öll framlög hafa mikla þýðingu nfyrir félagið. „Það væri gaman ef fleiri gætu lagt hönd á plóginn bæði með gjöfum af þessu tagi og vinnu“, segir Halldór.
Að sögn Helgu hafa hvalaskoðunarferðirnar gengið vel í sumar og hafi t.d. í júlí sést hvalir eða höfrungar í hverri einustu ferð. Hvalaskoðunarskipið Moby Dick sem er gamli Djúpbáturinn Fagranes, hefur komið vel út í rekstrinum, en ásamt Helgu eiga skipið Davíð Þór Ólafsson, vélstjóri og Baldur Konráðsson, bílstjóri. Aldrei hafa fleiri Íslendingar komið með skipinu en nú í sumar og hafa þeir látið vel af ferðunum. Sjávarlíffræðingur hefur verið með í flestum ferðum sem útskýrir um höfrunga og hvali á svæðinu. Hrefna og höfrungar hafa verið mest áberandi en einnig hefur sést töluvert af hnúfubak. Sjávarspendýrin sjást einnig á kvöldin og var boðið upp á þá nýbreytni í sumar að fara með viðskiptavini í kvöldferðir sem nutu töluverðra vinsælda.
Í fyrsta skiptið sem Helga afhenti skógræktinni gjöf kom frú Vigdís Finnbogadóttir góðfúslega að hennar beiðni og gróðursetti fyrstu 3 trén við Rósaselsvötn, en auk þeirra voru samkominn fjöldi manns vegna Græna hersins og “Reykjanesbæjar á réttu róli” og tóku saman höndum og settu niður fjölda trjáa þar og reyndar líka við Vatnsholtið.
Í þetta skipti er gjöfin eyrnamerkt sem hluti af launum starfsmanns sem vinnur fyrir félagið við skógræktina. Með gjöfinni vill Helga minna á að mikið og þarft verk er framundan í skógrækt á Suðurnesjum og hvetja aðra Suðurnesjamenn til dáða á þeim vetvangi.
Halldór Magnússon, formaður skógræktarfélagsins var þakklátur fyrir framtakið en öll framlög hafa mikla þýðingu nfyrir félagið. „Það væri gaman ef fleiri gætu lagt hönd á plóginn bæði með gjöfum af þessu tagi og vinnu“, segir Halldór.