„Hvaða lag ætlar þú að syngja?“
Öskudagurinn er í dag og hafa ýmsir kynlegir kvistir heimsótt skrifstofu Víkurfrétta og sungið fyrir nammi í poka. Vinsælasta lagið er án efa litalagið, eða „gulur, rauður, grænn og blár“ og svo hefur Gamli Nói ómað um bygginguna hér í Krossmóa.
Krakkarnir létu veðrið ekki aftra því að fá gott í poka og flugu inn með vindinum í búningunum sínum.
Í meðfylgjandi myndasafni má sjá brot af þeim krökkum sem komu við hjá okkur í dag.