Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hvað segja ungu kjósendurnir?
Fimmtudagur 27. maí 2010 kl. 10:27

Hvað segja ungu kjósendurnir?


Víkurfréttir tóku púlsinn á ungum kjósendum á Suðurnesjum og spurðu þá út í komandi sveitarstjórnarkosningar. Hvort þeir fylgist með kosningabaráttunni, hvort þeir séu búnir að ákveða hvað þeir ætla að kjósa og hvaða breytingar þeir vilja sjá í sínu bæjarfélagi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Magnús Már Ágústsson, 19 ára, Reykjanesbæ.


Fylgist þú mikið með kosningabaráttunni?
„Ekki neitt.“
Ertu búinn að ákveða hvað þú ætlar að kjósa?
„Ætla ekki að kjósa.“
Ef þú mættir velja eitthvað eitt til þess að breyta í þínu bæjarfélagi, hverju myndir þú breyta?
„Ekki hugmynd.“

--

Guðrún Halldóra Sigurðardóttir, 18 ára, Garði.


Fylgist þú mikið með kosningabaráttunni?
„Neibb.“
Ertu búinn að ákveða hvað þú ætlar að kjósa?
„Já, xD.“
Ef þú mættir velja eitthvað eitt til þess að breyta í þínu bæjarfélagi, hverju myndir þú breyta?
„Ég vil að innra starf skólans verði betra og að staða til íþróttaiðkunar verði bætt.“

--

Eyþór Eyjólfsson, 18 ára, Reykjanesbæ.



Fylgist þú mikið með kosningabaráttunni?
„Nei, nánast ekki neitt.“
Ertu búinn að ákveða hvað þú ætlar að kjósa?
„Ef það er hægt að kjósa Jón Gnarr flokkinn, þá kýs ég hann en ef ekki þá bara Sjálfstæðisflokkinn.“
Ef þú mættir velja eitthvað eitt til þess að breyta í þínu bæjarfélagi, hverju myndir þú breyta?
„Bara meiri atvinnu handa fólki eða fá Taco Bell.“

--

Hrafnhildur Hallsdóttir, 23 ára, Garði.



Fylgist þú mikið með kosningabaráttunni?
„Já, ég geri það.“
Ertu búinn að ákveða hvað þú ætlar að kjósa?
„Já, er alveg ákveðin.“
Ef þú mættir velja eitthvað eitt til þess að breyta í þínu bæjarfélagi, hverju myndir þú breyta?
„Breytingar, að fólk hætti að spila með peninga, mér finnst að sveitarstjórnin ætti ekki að vera að því.“

--

Aron Freyr Eyjólfsson, 21 árs, Reykjanesbæ.



Fylgist þú mikið með kosningabaráttunni?
„Smá, ekkert mikið.“
Ertu búinn að ákveða hvað þú ætlar að kjósa?
„Já, xD.“
Ef þú mættir velja eitthvað eitt til þess að breyta í þínu bæjarfélagi, hverju myndir þú breyta?
„Veit það ekki, mér finnst þeir bara standa sig vel í öllu.“

--

Jóhann Steinn Ólafsson, Reykjanesbæ.



Fylgist þú mikið með kosningabaráttunni?
„Nei, ekkert rosalega.“
Ertu búinn að ákveða hvað þú ætlar að kjósa?
„Nei ég er óákveðinn eins og er.“
Ef þú mættir velja eitthvað eitt til þess að breyta í þínu bæjarfélagi, hverju myndir þú breyta?
„Ég bara veit það ekki, ég held þetta sé bara ágætt eins og það er.“