Stuðlaberg Pósthússtræti opið hús 23.8.
Stuðlaberg Pósthússtræti opið hús 23.8.

Mannlíf

Hvað er það versta sem getur gerst?
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
sunnudaginn 14. júní 2020 kl. 09:21

Hvað er það versta sem getur gerst?

Gísli Freyr Njálsson er háseti á varðskipinu Tý. Hann hefur áhuga á siglingum og sjóbjörgun og ætlaði sér að verða skipstjóri eða vélstjóri þegar hann yrði stór.

– Nafn:

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Gísli Freyr Njálsson.

– Fæðingardagur:

22. júlí 1999.

– Fæðingarstaður:

Reykjavík.

– Fjölskylda:

Foreldrar mínir eru Heiða og Njáll Trausti. Ég á tvo bræður, Björgvin Frey og Árna Frey og systir mín er Arnbjörg.

– Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?

Skipstjóri eða vélstjóri.

– Aðaláhugamál:

Siglingar og sjóbjörgun.

– Uppáhaldsvefsíða:

Visir.is

– Uppáhalds-app í símanum:

Facebook.

– Uppáhaldshlaðvarp:

Nei, hættu nú alveg.

– Uppáhaldsmatur:

Lambalæri og með því.

– Versti matur:

Skata.

– Hvað er best á grillið?

Nautalund.

– Uppáhaldsdrykkur:

Sódavatn.

– Hvað óttastu?

Kóngulóarvef.

– Mottó í lífinu:

Hvað er það versta sem getur gerst?

– Hvaða mann eða konu úr mannkynssögunni myndir þú vilja hitta?

Tom Hanks.

– Hvaða bók lastu síðast?

Every Tool’s a Hammer: Life Is What You Make It.

– Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum í sjónvarpinu?

Nei.

– Uppáhaldssjónvarpsefni:

South Park.

– Fylgistu með fréttum?

Já, í sjónvarpi og á netinu.

– Hvað sástu síðast í bíó?

Playing with Fire.

– Uppáhaldsíþróttamaður:

Gylfi Sigurðsson.

– Uppáhaldsíþróttafélag:

Keflavík.

– Ertu hjátrúarfullur?

Nei.

– Hvaða tónlist kemur þér í gott skap?

Folks.

– Hvað tónlist fær þig til að skipta um útvarpsstöð?

Rapp.

– Hvað hefur þú að atvinnu?

Háseti á varðskipinu Tý.

– Hefur þú þurft að gera breytingar á starfi þínu vegna COVID-19?

Já, vinna meira.

– Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til?

Bara ágætlega miðað við hvernig staðan er núna.

– Er bjartsýni fyrir sumrinu?

Já, já.

– Hvað á að gera í sumar?

Sigla og ferðast innanlands.

– Hvert ferðu í sumarfrí?

Til Ameríku.

– Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim?

Ég myndi fara út á Reykjanesvita og ég myndi fara um allt Reykjanes með gestina.