HVAÐ ER ÞAÐ SEM ÞIG LANGAR AÐ GERA VIÐ LÍF ÞITT?
Ljósbrá Logadóttir skrifar frá Ástralíu:Hvar er ég.Illa sofin og með tárin í augunum, hélt ég af stað út í viðburðaríkt ár. Ég Ljósbrá Logadóttir 17 ára gömul mömmustelpa hafði tekið þá ákvörðun að yfirgefa landið og fólkið mitt í eitt ár og halda af stað til Ástralíu. Eftir 15 erfiða klst bíðandi á flugvöllum og 23 klst. í flugvélum, stóð ég loksins á flugvellinum í Adelaide í Ástralíu. Við mér blasti sá blákaldi veruleiki að töskubandið var hætt að snúast og ég enn þá að bíða eftir töskunni minni og golfsettinu. Ég gat ekkert annað gert heldur en að bíta fastar á jaxlinn og horfast í augu við þá staðreynd. Þegar ég kom í gegnum hliðið biðu mín vel á annan tug skæl- brosandi Ástrala, Rótarý meðlimir og makar þeirra. Þá fann ég að ég var svo sannarlega ekki ein í Ástralíu. Farangurinn minn birtist svo á tröppunum í öllu sínu veldi, þremur dögum síðar. Ég held að ég hafi aldrei verið eins glöð að sjá bláa ferðatösku. Skólinn minnÁ öðrum degi fór ég svo upp í skólann minn sem er lúterskur einkaskóli. Ég þurfti að kaupa skólabúninginn. Mér þóttu skólabúningarnir í Neighbours (sápuópera á Stöð2) vera slæmir, en satt besta að segja eru þeir þeir hátíð miðað við minn. Það er vont en það venst. Skólinn minn er alveg frábær og ég eignaðist strax fullt af vinum . Ég veit að það hjálpaði til að ég gat talað ensku og skilið allt sem var að gerast, strax frá upphafi.Reglurnar eru margar og strangar í skólanum. Engir skartgripir eru leyfðir nema hálsfesti með krossi og það má vera með úr. Við megum ekki vera með naglalakk eða málaðar.Í hádeginu sitjum við á skólalóðinni undir tré og borðum nestið okkar. Þetta er góð tilbreyting sem ég hef svo sannarlega gott af. Mesta sjokkiðÞegar ég kom til Ástralíu var hitinn um 16 gráður. Ég tók að sjálfsögðu ekki með mér nein vetrarföt. Hver þarf á vetrarfötum að halda í Ástralíu. En góðir landar, í 16 gráðum á Íslandi fyllast sundlaugarnar og grænn hlunkur verður uppseldur. Hérna í Ástralíu er kalt í 16 gráðum. Ég var að frjósa. Mér leið eins og háflvita. Ég þurfti að versla peysur með fullan skáp af vetrarfötum heima á klakanum. Mamma þurfti að senda mér íslenska ullarsokka. Hérna eru húsin með loftræstikerfi en ekki ofnum eins og húsin okkar heima á Íslandi. Á nóttunni svaf ég í sokkum, peysu og með 2 auka teppi. Fólki fannst skrítið að mér væri kalt, sagði að ég ætti nú að vera vön kulda. Það er í raun frekar heimskulegt að segja þetta vegna þess að maðurinn er með sama líkamshita sem aðlagast ekki umhverfinu. Ég er orðin frekar þreytt á þessari spurningu og er farin að segja að ég sé ekki ísbjörn þó ég komi frá Íslandi.Rótarýklúbburinn minn.Rótarýklúbburinn minn, The Morphettville Rotary Club, er alveg frábær. Félagar eru 26, 4 konur og 22 karlar. Áður en ég kom vissi ég í raun ekki hvað Rótarý var. Rótarý er ekki bara karlar í dýrum jakkafötum. Þarna er saman komið fólk frá mismunandi störfum í samfélaginu til að hafa skemmtilegt kvöld. Það kom mér verulega á óvart einn sunnudagsmorgun er þau rifu sig öll upp fyrir mjaltir til að mála portið á klaustursspítala hér í borg. Þeim fannst nú lítið mál að skella sér í málningargallann og gera lítið góðverk.Það eru ýmis góð störf sem Rótarý gerir í þágu samfélagsins, þar á meðal er skiptinemaprógrammið.Ég veit að Rótarý á alltaf eftir að eiga góðan stað í hjarta mínu. Enda ómetanlegt hvað meðlimir klúbbs míns og makar þeirra hafa gert fyrir mig. Nýjir vinir.Aldrei á ævinni hef ég hitt svona mikið af nýju fólki. Alltof mörg nöfn að muna. Það er alveg ótrúlegt hvað fólk leggur á sig fyrir skiptinema. Fólk sem ég hefi aldrei hitt áður, býður mér með sér hingað og þangað. Allir virðast vilja gera allt fyrir mig.Síðan ég kom er ég búin að fara í 5 ferðalög um landið og sofa í 20 rúmum. Eitt af ferðalögunum var upp í óbyggðirnar og ég svaf í 5 nætur undir berum himni. Mér leist nú ekkert á þetta í fyrstu, með slöngur sem nágranna. En þetta var alveg frábært og satt best að segja langaði mig ekki niður í borgarmenninguna svona fljótt aftur.Eftir jól bíða mín fleiri ferðalög og þar á meðal er ferð til Sydneyjar. Loksins fæ ég að sjá óperuhúsið.Ég veit að ég er búin að tengjast fólki hérna vináttu sem endist til æviloka. Það verður rosalega erfitt að yfirgefa alla. Þegar ég kvaddi fólkið heima vissi ég að allir yrðu þar ennþá þegar ég kæmi til baka. En ég veit ekki hvort ég eigi eftir að sjá alla hérna aftur. SkiptinemarÍ þessu Rótarý umdæmi eru 21 skiptinemi, 4 strákar og 17 stelpur. Það verður að játast að besta vinkona mín er skiptinemi, Tiina frá Finnlandi. Stundum þegar við erum að tala saman er eins og allt sem hún segi sé það sem ég var að hugsa. Ég held að skiptinemar finni alltaf bestu vini sína í hvor öðrum. Enda erum við að upplifa sömu hlutina. Ég veit að ég á virkilega eftir að njóta þess að vera hérna þegar árið er hálfnað. Þá veit ég að ég get þetta. Einhvern vegin er til- hugsunin um að telja vikurnar niður en ekki upp, betri.Svo ég vitni nú í Emmu vinkonu mína frá Svíþjóð, „Ég er ekki tilbúin til að fara heim strax, en ég vil að þetta ár líði hratt og að ég skemmti mér alveg rosalega vel.“Íslandið mittFólkið hérna veit ekki beint mikið um Ísland. Flest allir spyrja þó hvort Ísland sé ekki grænt og ís á Grænlandi.Allir eru rosalega áhugasamir um land og þjóð. Ég er búin að halda 3 fyrirlestra um landið og þeir munu verða fleiri. Á fimm mánuðum er ég búin að hitta einn mann sem hefur komið til Íslands. Ég reyni að nýta hvert tækifæri sem gefst til að segja fólki frá litla fallega landinu mínu. Og ef allir sem ég er búin að bjóða til Íslands koma, er Háteigur 20 orðið eitt vinsælasta hótel landsins. Tímin líður hraðarmeð hverjum degi.Ég hefði sko ekki viljað missa af þessu tækifæri. Ég er virkilega að njóta þess. Ég á erfitt með að trúa að nú þegar sé ég búin að vera hérna í 5 mánuði. Ég veit það er margt sem gerist á einu ári í lífi allra heima. En ég veit líka að ég á eftir að eiga það líf til æviloka. Þetta er bara gott og langt sumarfrí frá öllu og öllum.Þetta ár er eitt af 90 sem ég vonast til að lifa. Þetta er ekkert til að örvænta yfir.Eitt kom mér þó að góðum notum, Pollýanna. Fyrir ykkur sem hafa ekki lesið um hana Pollýönnu þá eruð þið að missa af miklu. Pollýanna er hetja og með hennar lífsreglu, sem er, „allir hlutir hafa sína góðu hliðar“, hafa þessir 5 mánuðir verið frábærir, skemmtilegir og lærdómsríkir. Með jákvæðni skal líf byggja.Þúsund þakkirÍ gærkvöldi spurði einn af meðlimum Rótarýklúbbsins mig hvers vegna ég væri alltaf svona glöð. Vitið þið hverju ég svaraði, „vegna þess að ég veit að ég er elskuð og ég elska.“Elsku mamma og pabbi, þúsund þakkir fyrir að hafa gert þetta ár mögulegt. Þetta er ómetanleg lífsreynsla sem ég mun búa að til æviloka. Elsku fjölskyldan mín, mamma, pabbi, Gunni, Steinbi og Gugga, ég sakna ykkar ýkt mikið. Ég vona að þið venjist því aldrei að ég sé í burtu. Þið eruð það mikilvægasta sem ég á og ég vil vera 1/6 af fjölskyldunni. Þið eruð besta fjölskylda sem ég þekki.Til allrar fjölskyldu minnar og vina vil ég senda jólakveðjur og óskir um farsælt komandi ár.Einnig vill ég koma á framfæri þökkum til meðlima Rótarýklúbbs Keflavíkur. Við sjáumst svo gegnum glerið á Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júní 2000. Brosandi held ég af stað í leit að fleiri ævintýrum. Ljósbrá Logadóttir.